18.05.1921
Neðri deild: 72. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 81 í D-deild Alþingistíðinda. (3443)

115. mál, hrossasala innanlands

Þorleifur Guðmundsson:

Jeg skal ekki vera langorður. Jeg vona aðeins, að allir þeir, sem vilja vera sanngjarnir, sjái, að ekki er rjett að taka af norðlenskum bændum það, sem þeir hafa fengið, til að borga það Sunnlendingum, allra síst þegar alls ekki er víst, að það sjeu sömu mennirnir eða hrepparnir, sem selja nú, eins og áður. Og það er ekki rjett að velta þessu á ríkissjóð. Hitt er sjálfsagt, að það má ætlast til þess af hæstv. stjórn, að hún láti þetta ekki verða eins næst. eins og jeg hefi áður tekið fram, bæði um rekstur og geymslu. En jeg held fast við þetta, hvort sem mínir kjósendur eiga í hlut eða aðrir, að allri sanngirni sje beitt og öðru ekki.