18.05.1921
Neðri deild: 72. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 83 í D-deild Alþingistíðinda. (3445)

115. mál, hrossasala innanlands

Þorleifur Guðmundsson:

Þessi ræðuhöld hafa á engan hátt getað fengið mig til að hvika frá fyrri skoðun minni. En hitt er það, að ef peningar eru fyrir hendi, sem nota á í slíkum tilfellum, tel jeg auðvitað rjett, að Sunnlendingum verði bættur upp halli þeirra. En jeg mun aldrei ganga inn á það, að það sje rjett að láta ríkissjóðinn greiða þetta, því að ríkið rak ekki hrossaverslun þessa, þótt ríkisstjórnin hefði hana með höndum. Og þó að hv. 1. þm. Rang. (Gunn. S.) væri að ögra mjer með kjósendum, þá vil jeg svara honum því, að fyrir mjer er það fyrst að gera rjett, svo get jeg farið að dingla fyrir kjósendum með honum á eftir.