18.05.1921
Neðri deild: 72. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 85 í D-deild Alþingistíðinda. (3452)

129. mál, landsverslun

Þorleifur Guðmundsson:

Jeg vildi aðeins gera grein fyrir því, að jeg get ekki greitt atkv. með annari till. en hv. þm. Ak. (M. K.). Það er vegna þess, að hún fer í einna rjettasta átt.

Jeg vil ekki láta skera niður landsverslunina að svo stöddu, heldur bíða til næsta þings og sjá, hverju fram vindur. Jeg er því ekki heldur hlyntur, sem felst í till. hv. 2. þm. Reykv. (J. B.), að láta alla verslun fara í hendur ríkisins.