19.02.1921
Neðri deild: 4. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 185 í B-deild Alþingistíðinda. (352)

40. mál, póstlög

Atvinnumálaráðherra (P. J.):

Þetta frv. skýrir sig sjálft, svo jeg get verið fáorður. Það er samið af aðalpóstmeistara landsins, og greinargerðin sömuleiðis. Hefi jeg því engu við það að bæta, sem þar er tekið fram. En af því að frv. hefir talsverðan fjárauka í för með sjer, álít jeg rjett, að því sje vísað til fjárhagsnefndar.