13.05.1921
Efri deild: 69. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 140 í D-deild Alþingistíðinda. (3534)

121. mál, ullariðnaður

Sigurður Hjörleifsson Kvaran:

Jeg vil sýna till. allan sóma og vísa henni til nefndar, og þá eðlilega, eins og hv. þm. Snæf. (H. St.) stakk upp á, til landbn.

Það er satt, sem hv. þm. Snæf. (H. St.) tók fram, að ef gera ætti margar kostnaðaráætlanir, þá væri samfara því töluverður kostnaður. En jeg býst við, að stjórnin láti ekki gera samskonar áætlanir á mörgum stöðum.

Um 3. lið till. er það að segja, að hann má vel bera upp í tvennu lagi, því að síðari hluti hans er alveg óskyldur hinum fyrri. Jeg vil því leggja til, að málinu sje vísað til landbn., þótt ekki sje um langan tíma að ræða, í þeirri von, að hægt sje að fá umsögn hennar mjög bráðlega.