23.02.1921
Neðri deild: 7. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 190 í D-deild Alþingistíðinda. (3582)

51. mál, viðskiptamálanefnd Nd

Eiríkur Einarsson:

Það er aðeins örstutt athugasemd. Hv. meðflutningsmanni mínum (P. O.) þótti mótsagna gæta hjá mjer, er jeg sagði, að mjer lægi í ljettu rúmi hvor till. næði fram að ganga, sú á þskj. 53, eða brtt. á þskj. 54. Jeg get ekki fallist á, að nokkurs ósamræmis gæti hjá mjer í þessu efni, enda hefir það þegar komið ljóslega fram í umr., að tilgangur brtt. er hinn sami, eða sá, að rannsaka banka- og peningamál.

Hitt endurtek jeg aftur, að jeg álít banka- og peningamálin svo alvarlegt mál, að athuga þurfi það með allri gætni og forðast að draga þangað inn önnur þau mál, er valdið gætu sundrung í nefndinni.