23.02.1921
Neðri deild: 7. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 193 í D-deild Alþingistíðinda. (3586)

51. mál, viðskiptamálanefnd Nd

Björn Hallsson:

Jeg ætlaði mjer ekki að taka til máls aftur. En hv. þm. Ak. (M. K.) neyddi mig til þess. Hann virðist óvenjulega skilningssljór í dag, og fanst mjer jeg þó tala svo ljóst og skýrt, að hann, sem jeg hefi altaf álitið greindan og skýran mann, hefði átt að geta skilið mig. Jeg vil ekki nema eina nefnd í banka- og viðskiftamálin; það er mergurinn málsins fyrir mjer. Hæstv. atvrh. (P. J.) skildi líka, hvað jeg átti við. Jeg tók það beint fram, að mjer þætti brtt. á þskj. 54 ekki nógu ljós, og þess vegna gæti jeg ekki goldið henni atkv. En úr því, að svona er nú ástatt með hv. þm. Ak. (M. K.), að hann skilur ekki mælt bót, eða vill að minsta kosti ekki skilja það í dag, sje jeg enga ástæðu til þess að deila við hann frekar.