19.05.1921
Sameinað þing: 3. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 255 í D-deild Alþingistíðinda. (3629)

143. mál, fjármálanefnd

Fjármálaráðherra (M. G.):

Jeg skal ekki vera margorður um till. þessa. Jeg skal aðeins taka það fram, að verði brtt. hv. 1. þm. Eyf. (St. St.) eða brtt. hv. 2. þm. G.-K. (B. K.) samþyktar, þá sjer stjórnin eigi ástæðu til að berjast gegn málinu. En fyrir mitt leyti vil jeg segja það eitt, að jeg sje alls eigi ástæðu til þess að skipa nefnd þessa, sem vitanlega mun hafa mikinn kostnað í för með sjer, minst einar 20000 kr., og þann kostnað vil jeg spara, en nú skal jeg ekki fara lengra út í það atriði. Skal jeg efna það, sem jeg lofaði, að vera stuttorður, en mun geyma mjer frekari athugasemdir til síðari umr., ef til hennar kemur. Aðeins vil jeg taka það fram, út af ræðu hv. 2. þm. Eyf. (E. Á.), að það var ekki skipuð nein milliþinganefnd í skattamálum til undirbúnings þessu þingi, heldur voru aðeins kvaddir menn stjórninni til aðstoðar, til þess að undirbúa nokkur skattafrumvörp.