07.04.1921
Neðri deild: 37. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 197 í B-deild Alþingistíðinda. (365)

40. mál, póstlög

Atvinnumálaráðherra (P. J.):

Það má vel vera, að misfærslur með símaávísanir mætti eitthvað tryggja meira, en oft hefir gengið illa að fá leiðrjettingar, og hefir póstmeistari sjálfur sagt mjer, að stundum hafi farið meira en ár í það að fá leiðrjetta ofborgun á símaávísun.

Út af orðum háttv. þm. Str. (M. P.) skal jeg að eins geta þess, að nú er látið liggja miklu meira fje í póstsjóðum úti um land en áður, einmitt til þess að standa straum af þeim útborgunum, sem hann var að tala um.