07.04.1921
Neðri deild: 37. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 197 í B-deild Alþingistíðinda. (366)

40. mál, póstlög

Ólafur Proppé:

Jeg get verið stuttorður. Háttv. þingmenn hafa gert hjer altof mikið úr misfærslunum milli pósts og síma. En sannleikurinn er sá, að þetta munar örlitlu, eða einum 100 kr., eftir upplýsingum símastjórans sjálfs. Auðvitað væri ekkert á móti því, að þessum upphæðum væri skift milli pósts og síma, einkum þar sem síminn mun hafa um 15 þús. kr. beinar tekjur af þessum ávísunum.