20.05.1921
Neðri deild: 75. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 330 í D-deild Alþingistíðinda. (3690)

139. mál, vaxtakjör landbúnaðarlána

Fjármálaráðherra (M. G.):

Jeg vildi beina þeirri fyrirspurn til hv. flm. þál. (E. E.), hvernig hann ætlist til, að stjórnin fari að því að fá þessu framgengt við bankana. Hjer er um 2 banka að ræða. Er annar þeirra hlutabanki og að mestu leyti eign erlendra manna, og þykir mjer ekki sennilegt, að hann taki það mikið til greina, þó að stjórnin fari að skipa honum að lána með vissum vaxtakjörum, honum í óhag. Um hinn bankann, Landsbankann, er það að segja, að eigi að skipa honum að lána með lágum kjörum, þá er það sama og veita fje úr ríkissjóði, og sýnist þá dálítið einkennilegt að ætla sjer að veita það fje með þál.

Þessu vona jeg, að hv. þm. (E. E.) svari skýrt.