19.05.1921
Efri deild: 73. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 1568 í B-deild Alþingistíðinda. (3702)

45. mál, Sogsfossarnir

Guðmundur Ólafsson:

Jeg vildi segja nokkur orð, af því að jeg var í nefndinni og skrifaði undir nál. með fyrirvara. Minn fyrirvari átti að þýða það, að jeg álít heimild þá, sem felst í þingsályktuninni frá 1919, vera nægilega. Mjer þykir nokkuð undarlegt, að menn skyldu áðan þykjast þurfa að fella lítið kostnaðaratriði úr till. um undirbúning ullariðnaðar, en finst nú sjálfsagt að leggja út í allan þennan kostnaðarsama undirbúning í einu og þegar í stað. Og þá er það líka skoðun mín, að allar framkvæmdir í þessu muni dragast enn um alllangan tíma vegna fjárskorts.

Það var ekki rjett hjá háttv. frsm. (S. F.), að allir nefndarmenn nema 2 hefðu lagt til, að frv. yrði samþ. óbreytt. Jeg man að minsta kosti eftir þremur, sem ekki fylgdu því.