19.05.1921
Efri deild: 73. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 1568 í B-deild Alþingistíðinda. (3703)

45. mál, Sogsfossarnir

Frsm. (Sigurjón Friðjónsson):

Jeg hefi engu við að bæta og engu að svara háttv. 1. þm. Húnv. (G. Ó.), nema því, sem jeg sagði í fyrri ræðu minni. Þetta frv. er víðtækara en sú heimild, sem áður er til um sama efni, og það skoða jeg stóran kost. Rannsókn til undirbúnings járnbrautarlagningu er bætt við, og það mál tel jeg svo þarflegt og þýðingarmikið, að rjett sje að flýta fyrir því.

Um það, hve margir hafi fylgt frv. í samvinnunefnd vatnamála er þess að geta, að háttv. 1. þm. S.-M. (Sv. Ó.) var á móti því. 1. þm. Árn. (E. E.) var ekki á fundi, er það var útkljáð, en hinir allir skrifuðu undir nál. Og þótt tveir þeirra, háttv. þm. A.-Sk. (Þorl. J.) og háttv. 1. þm. Húnv.

(G. O.) skrifuðu undir með fyrirvara, þá var ekki hægt að skilja það svo, að þeir væru móti frv. Ef svo hefði verið, hefðu þeir klofið nefndina með háttv. 1. þm. S.-M. (Sv. Ó.). En það getur auðvitað skeð, að þeim hafi snúist hugur síðan.