17.03.1921
Neðri deild: 25. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 570 í D-deild Alþingistíðinda. (3769)

87. mál, vantraust á núverandi stjórn

Fjármálaráðherra (M. G.):

Aðeins stutt athugasemd. Hv. 1. þm. Reykv. (Jak. M.) sagði, að viðskiftahöftin hefðu ekki komið að neinu gagni, því enn þá væri viðskiftakreppa. En það sannar alls ekkert um það, að viðskiftahöftin hafi ekki komið að gagni, því að viðskiftakreppan mundi vera enn þá meiri, ef þau hefðu ekki verið. En hins vegar getur maður sagt, að þau hafi ekki nægt að fullu, og við því hafði enginn búist, því að kreppa hlaut að koma, eftir því ástandi, sem var í heiminum.