17.03.1921
Neðri deild: 25. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 578 í D-deild Alþingistíðinda. (3795)

87. mál, vantraust á núverandi stjórn

Jón Þorláksson:

Mjer skildist á hæstv. forseta, að hann hefði úrskurðað, að þessi rökstudda dagskrá væri feld. En eftir 44. gr. þingskapanna verð jeg að álíta, að svo sje ekki. Þar er það tekið fram, að þingið geti ekki gert ályktun, nema meira en helmingur deildarmanna greiði atkvæði, og er það ótvírætt tekið fram í fyrstu málsgrein, og vil jeg, með leyfi hæstv. forseta, lesa hana upp:

„Hvorug þingdeildin má gera ályktun um neitt, nema meira en helmingur þingmanna sje á fundi og greiði þar atkvæði“.

Þetta: „má gera ályktun um neitt“, á jafnt við það, að meira en helmingur sje á fundi, og að meira en helmingur greiði atkvæði. Verð jeg því að álíta, að bóka ætti, að engin lögmæt ályktun hafi verið gerð um till. 1. þm. Rang. (Gunn. S.).