19.02.1921
Neðri deild: 4. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 202 í B-deild Alþingistíðinda. (380)

2. mál, erfðafjárskattur

Fjármálaráðherra (M. G.):

Þetta frv. gerir litla breytingu á gildandi erfðafjárskattslögum, og er vikið allnákvæmlega að breytingunni í aths. við frv., svo að jeg get sparað mjer að ræða um þetta hjer, en skal að eins geta þess, að aðalbreytingin er í 2. gr., um gjald af arfi, sem fellur til niðja og maka. Þessi breyting hefir fremur litlar tekjur í för með sjer, 15–25 þús. kr. á ári.

Jeg legg til að frv. verði vísað til fjárhagsnefndar.