19.03.1921
Neðri deild: 27. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 582 í D-deild Alþingistíðinda. (3809)

87. mál, vantraust á núverandi stjórn

Forseti (B. Sv.):

Gerðabókin á að liggja frammi að minsta kosti tvær klst., til þess að þingmenn eigi kost á að kynna sjer hana. Í byrjun hvers fundar á að bera hana upp til samþyktar, en það er þingvenja, sem jeg hefi tekið eftir fyrirrennurum mínum, að skoða hana samþykta án atkvgr., ef enginn hefir þá neitt við hana að athuga. Er gert ráð fyrir, að menn segi þá til, ef þeim þykir eitthvað athugavert. En jeg þverneita, að rangt hafi verið skýrt frá atburðum þeim, er gerðust á 25. fundi, og skýt því til deildarinnar, hvort bókunin um þá sje ekki rjett. (Margir: Hún er rjett). Hafi deildarmenn ekki talið úrskurð minn rjettan, áttu þeir að benda á það þegar í stað, eins og jeg hefi bent á, en það er í alla staði óþinglegt og óheimilt að pára athugasemdir um það í gerðabókina milli funda.