19.03.1921
Neðri deild: 27. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 584 í D-deild Alþingistíðinda. (3817)

87. mál, vantraust á núverandi stjórn

Fjármálaráðherra (M. G.):

Jeg vil aðeins segja fáein orð, án þess þó að kveða upp dóm, hvort venja sje eða leyfilegt að skrifa athugasemdir í gerðabók milli funda. Það er þessi úrskurður hæstv. forseta á 25. fundi deildarinnar, sem liggur bak við fundarbókunina, sem mjer skilst að um sje að ræða. Nú liggur fyrir að bera upp bókunina til samþyktar, til þess að hv. þdm. geti skorið úr, hvort hún telji rjett bókað.