19.03.1921
Neðri deild: 27. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 590 í D-deild Alþingistíðinda. (3829)

87. mál, vantraust á núverandi stjórn

Forseti (B. Sv.):

Jeg býst við, að hv. þingdeildarmenn kannist við, að forseta sje annað verksvið ætlað en það, að leggja hendur á einstaka þm. hjer í salnum.

En um þessi skrif í gerðabók þingsins er það að segja, að fyrst hafa 5 þm. gert sig seka um þingvíti, og enn fremur hv. 1. þm. Reykv. (Jak. M.) um samskonar brot, þar sem hann hefir fetað í hinna fótspor.

Jeg sker því þannig úr, að öll þeirra bókun verði strikuð út úr fundarbókinni.