19.03.1921
Neðri deild: 27. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 593 í D-deild Alþingistíðinda. (3835)

87. mál, vantraust á núverandi stjórn

Jakob Möller:

Jeg mótmæli því, að utanþingsmenn hafi nokkum rjett til þess að vera að finna að við forseta, eins og hæstv. forsrh. (J. M.) gerði, eða til að taka þátt í umræðum um slík formsatriði, sem hjer er um að ræða. Og það er þingmannanna einna að dæma gerðir forseta og framkomu í forsetastól, en ekki stjórnarinnar eða ráðherranna, nema þeir sjeu jafnframt þingmenn.

Það var annars vel til fallið, að hv. þm. Ak. (M. K.) skyldi til þess veljast að vera aðalframsögumaður og forsvari þessarar athugasemdar. Það er auðsjeð á öllu, að hann hefir ekki einu sinni lesið fundarbókina áður en hann klíndi þar inn athugasemdinni við bókunina. Jeg veit ekki annað en athugasemd hv. 3. þm. Reykv. (J. Þ.), sem hann gerði á þessum umrædda fundi deildarinnar, hafi verið bókuð. En með sinni venjulegu glöggskygni hefir hv. þm. Ak. (M. K.) sjest yfir að lesa þetta.