19.03.1921
Neðri deild: 27. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 593 í D-deild Alþingistíðinda. (3836)

87. mál, vantraust á núverandi stjórn

Sigurður Stefánsson:

Jeg skrifaði undir þessa athugasemd, ekki af því, að jeg teldi bókunina beinlínis ranga, heldur af hinu, að jeg taldi úrskurð forseta vafasaman, þótt hæstv. forseti hafi vafalaust talið hann rjettan frá sínu sjónarmiði. (Forseti B. Sv.: Sá úrskurður liggur ekki hjer fyrir til umræðu).

En jeg vil þá leggja eina fyrirspurn fyrir hæstv. forseta. Setjum nú svo, að hjer væri frv. til umræðu í deildinni, og að á sama veg hefði farið um þetta frv. og dagskrána, að 15 þm. hefðu gert samtök um það að neita að greiða atkvæði, en 10–12 hefðu greitt atkvæði með því. Jeg vil þá spyrja hæstv. forseta, hvort honum mundi þá hafa fundist rjett að bóka þetta frv. sem samþykt og afgreiða það t. d. sem lög frá Alþingi?