12.05.1921
Neðri deild: 68. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 605 í D-deild Alþingistíðinda. (3864)

125. mál, eignarumráð ríkisins yfir vatnsréttindum í Soginu

Atvinnumálaráðherra (P. J.):

Þál. 1919 heimilaði stjórninni að leita samninga við fossafjelagið „Ísland“ til að ná undir ríkið vatnsrjettindum þess í Soginu. Fjelagið hefir tjáð sig fúst að láta af hendi öll vatnsrjettindi hjer á landi, en að því hefir stjórnin ekki gengið, og það mál því óklárað enn. Stjórnin yrði því að útvega nýtt tilboð um afhendingu vatnsrjettinda í Soginu, og yrði þá stjórnin að bera það tilboð undir næsta þing.

En ef nú þessi till. heimilaði stjórninni að gera fullnaðarsamninga um þetta við fjelagið, þá gæti hún talist fullgóð.