05.04.1921
Neðri deild: 35. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 207 í B-deild Alþingistíðinda. (394)

2. mál, erfðafjárskattur

Frsm. (Jakob Möller):

Það getur verið að lögin geri þennan mismun, en jeg treysti mjer ekki að gera mun á ást og umhyggju manna til kjörbarna og fósturbarna. Ef foreldrar kalla einhver börn fósturbörn sín í arfleiðsluskrá, sýna þau þar með, að þau vilja gera þeim jafnhátt undir höfði, og er rjett að leyfa þeim það, án þess að skylda þau til að ræna börnunum frá rjettum foreldrum.