27.04.1921
Efri deild: 53. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 223 í B-deild Alþingistíðinda. (442)

4. mál, lestagjald af skipum

Fjármálaráðherra (M. G.):

Það er misskilningur, að fjárlagafrv. þurfi ætíð að fara í sameinað þing, ef þetta ákvæði kemst í lög og verður notað. Annars má líka geta þess, að fjárlög fá engu vandaminni undirbúning en önnur lög. Það getur því ekki verið um neinn rugling eða hringlanda að ræða. Það er alveg jafnljett eða jafnerfitt að fá breytingu á fjárlagafrv. og öðrum frv.