11.04.1921
Neðri deild: 40. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 240 í B-deild Alþingistíðinda. (472)

46. mál, vörutollur

Jón Þorláksson:

Jeg þakka háttv. frsm. fjárhagsnefndar (J. A. J.) ummælin um brtt. mínar.

1. tillagan er ekki efnisbreyting, heldur orðabreyting, og tekur hún þá yfir allar tegundir trjespóna.

2. tillagan er hjer fram komin vegna þess, að við 2. umr. málsins var samþ. svo hátt gjald af póstbögglum, að mjer fanst það ósanngjarnt að greiða svo hátt gjald af munum, er koma úr aðgerð, en þeir eru, eins og menn vita, margir sendir í pósti, og jeg sá ekki annað ráð, til þess að kippa þessu í lag, en að láta slíka muni vera tollfrjálsa.

3. og 4. brtt. eru til þess að koma á samræmi á ákvæðunum um undanþágu frá póstbögglagjaldi.

Það er sjálfsagt mál, að ef 2. og 3. brtt. mín ná ekki fram að ganga, þá tek jeg 4. brtt. aftur, því að hún er þá óþörf.