09.04.1921
Efri deild: 39. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 278 í B-deild Alþingistíðinda. (516)

23. mál, stofnun og slit hjúskapar

Guðmundur Guðfinnsson:

Mjer líkar yfir höfuð vel brtt. nefndarinnar í þessu máli. En jeg stóð að eins upp til að lýsa því yfir, að mjer finst nokkuð hart að gengið í seinni hluta brtt. á þskj. 251, og þetta ákvæði þar hefir ekki eins mikla þýðing og skyldi.

Ef t. d. annað hjónaefna skyldi vera haldið af kynsjúkdómi, og lækni ætlað að skera úr því með lauslegri skoðun, þá er honum með því lagðar þær skyldur á herðar, sem hann getur ekki fullnægt. Það er sem sje ekki unt að ákveða með fullri vissu, hvort menn hafi kynsjúkdóma, t. d. syfilis, nema með mjög nákvæmri rannsókn.

Jeg held því, að best væri að samþykkja fyrri hluta brtt. á þskj. 251, en fella síðari hlutann niður.