17.02.1921
Neðri deild: 2. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 60 í B-deild Alþingistíðinda. (55)

Kosning fastanefnda

Magnús Kristjánsson:

Jeg er því meðmæltur að fjölga mönnum í þessari nefnd, en tel ekki gerlegt að kjósa þá 7 menn nú þegar. Afbrigði frá þingsköpunum tel jeg eigi sjerlega hættuleg, en það er nauðsynlegt, að þingmönnum gefist kostur á að tala sig saman um það, hverjum bæta skal við í nefndina. Jeg skýt því til forseta, að fresta þessari kosningu þangað til síðar, eða að slíta fundinum núna. Jeg fyrir mitt leyti er ekki tilbúinn að greiða atkvæði.