17.02.1921
Neðri deild: 2. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 61 í B-deild Alþingistíðinda. (57)

Kosning fastanefnda

Eiríkur Einarsson:

Jeg skal ekki gera það að kappsmáli, hvort kosið sje nú þegar, eða kosningunni verði frestað til morguns, og þá tekið til athugunar, hvernig skal bæta við nefndina, og þó tel jeg það eftir sem áður varhugavert að kjósa 7 menn, í stað þess að hafa þá aðferð, er jeg gat um áðan. Menn þurfa fyrst og fremst að velja í fjhn. með tilliti til málanna sjálfra, sem hún hefir til meðferðar.

Viðvíkjandi þeim orðum mínum, að tillaga fjrh. hefði komið fram á 11. stundu, þá vil jeg geta þess, að í þeim lá engin ásökun. En aðstaðan hjá þingdeildinni er sú sama eftir sem áður, að þm. eru ekki undirbúnir.