13.04.1921
Efri deild: 42. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 376 í B-deild Alþingistíðinda. (582)

6. mál, einkasala á tóbaki

Sigurður Hjörleifsson Kvaran:

Jeg tek undir með háttv. minni hlutanum, að opinberuni rekstri verði að fylgja „kritiskt“ eftirlit, og þess verði að krefjast með lögum. Jeg skal ekki þræta um, hvort stefna þessi hefir mikið fylgi eður eigi, því að sitt segir hver, en hitt er víst, að hún hefir lítið fylgi þar, sem jeg þekki til. Með því er þó alls ekki sagt, að rjett sje að vera á móti henni. Í mínum augum er aðalatriðið: Hvað höfum við upp úr þessu? Áætlun stjórnarinnar hlýtur að breytast, þar sem áfengið er tekið burt. Jeg hefði óskað, að háttv. meiri hluti hefði nú komið fram með greinargerð, er gerði mönnum ljóst, hve miklum tekjum þeir byggjust við. Því að vitaskuld verða menn, eins og mi er ástatt, að hugsa sig tvisvar um, áður en þeir kasta burt tekjuaukafrv. í því trausti að slík greinargerð komi fram fyrir 3. umr., mun jeg greiða frv. atkvæði mitt að þessu sinni.