13.04.1921
Efri deild: 42. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 377 í B-deild Alþingistíðinda. (583)

6. mál, einkasala á tóbaki

Frsm. meiri hl. (Sigurjón Friðjónsson):

Jeg skal taka það fram, viðvíkjandi greinargerðinni fyrir því, hve mikið mundi hafast upp úr þessu, að jeg vísaði til stjfrv. Þar eru áætlaðar tekjur af tóbaki 63,571,00 kr., og af vindlum og vindlingum 142,560,00 kr., eða til samans rúmar 200 þús. kr. En þess má geta, að Nd. hækkaði álagninguna um rúml., 1/3, svo að nú er gert ráð fyrir rúmum 300 þús. kr., en frá því dregst svo kostnaðurinn. Önnur skilríki hefi jeg ekki, og jeg býst við, að hv. 2. þm. S.-M. (S. H. K.) hafi spurt vegna þess, að hann hafi ekki haft stjfrv. við hendina.