15.04.1921
Efri deild: 44. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 386 í B-deild Alþingistíðinda. (592)

6. mál, einkasala á tóbaki

Fjármálaráðherra (M. G.):

Jeg lofaði við aðra umr. þessa máls háttv. 2. þm. S.-M. (S. H. K.) að gefa við þessa umr. yfirlit yfir, hvað jeg áliti, að ríkissjóður mundi hafa upp úr einkasölu á tóbaki á ári, og hve mikill kostnaður mundi af því verða. Háttv. þm. (S. H. K.) er nú kunnugt um, að jeg hefi ekki haft mikinn tíma til þessa, og jeg vona, að hann virði mjer til vorkunar, þótt skýrslan verði ekki eins nákvæm eins og hann kynni að óska. Jeg geng út frá, að inn flytjist um 80.000 kg. af tóbaki og um 30.000 kg. af vindlum og vindlingum, því að þetta er hjer um bil meðaltal innflutnings árin 1917–’19. Verðið miða jeg við árið 1917, og kostaði þá kg. af tóbaki hjer um bil 4 kr., hingað komið, og vindlar að meðaltali ca. 16 kr. kg. En verðið er mikið hærra nú. En ef miðað er við verðið 1917, kostar tóba-

kið ................................ kr.320.000,00

og vindlar og vindllingar — 480.000,00

Samtals kr. 800.000.00

auk tolls. Ef nú yrði lagt 40% á tóbak og 50% á vindla, yrði hagnaðurinn í ríkissjóð brúttó

a) af tóbaki kr. 128,000,00

b) af vindlum og vindlingum— 240,000,00

Samtals kr. 368,000,00

Þess má geta, að verð á þessum vörum er hærra nú en 1917, og þarf því ekki svona mörg % til að ná sama hagnaði. En þá er hin hlið málsins. Samkvæmt þessu, sem hjer er sagt, kostar tóbak og vindlar

án tolls kr. 800,000,00

en tollur af því er

a) af vindlum — 240,000,00

b) af tóbaki — 320,000,00

eða samtals kr. 1,360,000,00

Hina síðasttöldu fjárupphæð þarf verslunin að greiða árlega, og jeg geng út frá, að hún þurfi að hafa jafnan þessa fjár í veltunni, og tel jeg af þeirri upphæð 6%. Verður það sem næst 20,000,00 kr. á ári, en til húsaleigu og ýmsra gjalda 15,000,00 kr. Til launa geri jeg ráð fyrir ca. 20 þús. kr. Framkvæmdarstjóri með 8–10 þús. kr. laun, skrifstofum. með 5–6 þús., og pakkhúsmaður með 4 þús. kr. Svo að nettóhagnaður með þessum reikningi ætti að verða rúmar 300 þús. kr.

Jeg tek það fram, að til þess að hafa þennan hagnað, sem hjer er gert ráð fyrir, þarf ekki vegna hins háa verðs, sem nú er á tóbaki og vindlum, að leggja eins mörg % á og hjer er gert ráð fyrir. Auðvitað get jeg ekki ábyrgst þessa áætlun. Það getur enginn. En jeg hefi samið hana eftir því, sem jeg áleit hana rjettasta og sanngjarnasta.