02.05.1921
Neðri deild: 60. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 389 í B-deild Alþingistíðinda. (596)

6. mál, einkasala á tóbaki

Fjármálaráðherra (M. G.):

Jeg skal taka það fram, að enda þótt frv. hafi verið skemt og rangt hafi verið að aðgreina spíritusinn frá því, þá er þó bót að því, og tekjurnar, 200 þús. kr., eru áreiðanlega áætlaðar fremur lágt, ef heimild frv. til álagningar er notuð. En ef tekjurnar eiga að verða til muna meiri, þyrfti meiri álagningu, og mundi tóbakið þá hækka í verði, en það mundi það einnig gera, ef frv. yrði tekið aftur, því að margir háttv. þm. hafa lýst því yfir, að þá mundu þeir verða því fylgjandi, að tóbakstollurinn yrði hækkaður. En hvað svo sem verður um frv. hjer í háttv. deild, þá er víst, að meiri hl. háttv. þm. er því fylgjandi.