10.05.1921
Efri deild: 66. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 2493 í B-deild Alþingistíðinda. (67)

Traustsleitun stjórnarinnar í efri deild

Sigurður Eggerz:

Jeg vil aðeins spyrja um það, hvort meiningin sje sú að greiða um þetta atkvæði nú á þessu augnabliki. Þar sem hjer er um svo verulegt atriði að ræða. leyfi jeg mjer að mælast til þess, að frestur verði tekinn í málinu, svo þingmönnum gefist færi á að tala um þetta mál í þeim flokkum, sem þeir eiga heima í.