19.03.1921
Neðri deild: 27. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 472 í B-deild Alþingistíðinda. (671)

37. mál, varnir gegn berklaveiki

Forsætisráðherra (J. M.):

Jeg vil leyfa mjer að beina þeirri fyrirspurn til háttv. nefndar, hvort hún vilji ekki leggja til, að hin 3 frv. komi um leið og þetta frv., eða áður en það er afgreitt.

Jeg skal játa, að jeg veit ekki, eða hefi ekki tekið eftir, að hin frv. væru komin frá nefndinni. En hvernig sem afstaða nefndarinnar er til þeirra frumvarpa, þá vildi jeg mælast til, að nefndin ljeti þau koma fram, svo að mögulegt sje fyrir háttv. deild að sjá, hvernig farið verður með frv., sem sumir álíta nauðsynlegt að fylgi aðalfrumvapinu. Þegar hin frv. eru komin frá nefndinni, gæti háttv. deild tekið öll frv. í einu, eða að minsta kosti haft embættafrv. til annarar umr., áður en aðalfrv. fer út úr deildinni.

Þess vegna vil jeg sjerstaklega mæli með því, að það sje tekið út af dagskrá, og hugsa jeg, að það sje í raun og veru ástæðan fyrir ósk háttv. þm. Str. (M. P.), fremur en hitt, að hann þurfi langan tíma til að átta sig á brtt., sem fram hafa komið.