20.04.1921
Neðri deild: 48. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 484 í B-deild Alþingistíðinda. (683)

37. mál, varnir gegn berklaveiki

Jón Auðunn Jónsson:

Það er út af brtt. hv. 2. þm. Skagf. (J. S.), að jeg tek til máls. Jeg vildi leggja áherslu á síðasta lið þeirra, að lögin komi ekki til framkvæmda fyr en 1. janúar 1923. Það er öllum kunnugt, að lög, sem snerta almenning og eru jafnmikilvæg og þessi, þurfa að koma fyrir sjónir almenningi, svo að menn geti kynt sjer þau löngu áður en þau eiga að koma til framkvæmda. Með því einu móti er von um, að eftir þeim verði breytt þegar þau koma til framkvæmda.