06.05.1921
Efri deild: 63. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 491 í B-deild Alþingistíðinda. (696)

37. mál, varnir gegn berklaveiki

Frsm. (Guðmundur Guðfinnsson):

Jeg hefi litlu við það að bæta, sem stendur í nál. Nefndin er sammála um að leggja það til, að þetta frv. verði samþ. óbreytt, þótt hún hinsvegar sjái á því nokkra galla, sem ekki verður við gert að sinni. Einn er sá, að með því fyrirkomulagi, sem hjer er um að ræða, væri allmikið starf lagt á herðar læknum, en ef til vill mætti finna eitthvert ráð til að ljetta það starf, t. d. einkum með því, að lærðar hjúkrunarkonur, í hverri sveit, væru þeim til aðstoðar.