06.05.1921
Neðri deild: 63. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 508 í B-deild Alþingistíðinda. (720)

21. mál, afstaða foreldra til óskilgetinna barna

Forsætisráðherra (J. M.):

Jeg get ekki svarað því fyrir hönd allshn. Ed., hvort svona víðtæk breyting geti orðið til þess að frv. næði ekki fram að ganga á þessu þingi. Jeg viðurkenni það, að ef mikil brögð eru að því, að börn sjeu ekki feðruð, þá er það slæmt. Slíkt var mjög sjaldgæft í minni æsku og þóttu stórtíðindi.

En þó þessu yrði ekki hreytt nú, þá má altaf gera það seinna.

Ef hv. 3. þm. Reykv. (J. Þ.) leggur mikið kapp á þetta mál, þá getur hann náttúrlega borið sig saman við nefndir beggja deilda, og heyrt undirtektir þeirra. En sem sagt, jeg hefði heldur kosið, að þetta biði nú, og breyting í þessa átt kæmist á seinna.