03.05.1921
Neðri deild: 61. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 2498 í B-deild Alþingistíðinda. (76)

Áskorun um kvöldfundi

Bjarni Jónsson:

Jeg hefi ekkert á móti beiðni þessara háttv. þingmanna, heldur þvert á móti, því þá ætti frekar að mega ljúka málunum. En jeg vildi leyfa mjer að biðja hæstv. forseta að kalla eftir frv. tveimur frá háttv. allsherjarnefnd, sem jeg á hjá henni, um endurbætur á kosningarrjetti manna.

Mun nefndin hafa lokið svo störfum sínum, að hún getur komið með þau, og ætti þá að vinnast tími til að halda svo marga þingfundi, að frv. þessi næðu fram að ganga, svo að kjósendur fengju rjett sinn óskoraðan. Ætti þetta eigi síður að vera hægt en það, að halda 6 þingfundi á 10 mínútum, eins og hjer var gert fyrir stuttu, til að afgreiða mál frá þinginu.