12.04.1921
Neðri deild: 41. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 651 í B-deild Alþingistíðinda. (777)

30. mál, fjáraukalög 1920 og 1921

Þorleifur Guðmundsson:

Af því að jeg stend upp, get jeg ekki látið hjá líða að minnast nokkuð á brtt. hv. samþingismanns míns (E. E.) og hv. 1. þm. Hang. (Gunn. S.), sem fer fram á að veita styrk til bátsferða til Stokkseyrar og Eyrarbakka. og vona jeg, að hv. deild sjái sjer það fært að verða við þessu. Þetta er heldur ekki mikil upphæð, samanborið við aðrar, sem veittar eru í sama skyni.

Háttv. frsm. fjvn. (M. P.) og háttv. frsm. samgmn. (Þorst. J.) sáu sjer ekki fært að mæla með tillögunni, og skil jeg ekki sjerstaklega hv. 1. þm. N.-M. (Þorst. J.), þar sem samgmn. hefir mælt með samskonar fjárveitingu til annara líkra ferða. Jeg þarf ekki að lýsa því, hvernig ástatt er í þessum sjávarþorpum, þar sem reynslan hefir sýnt, að þeim eru oftar öll sund lokuð með aðflutninga á sjó. því að það er ekki nema einstaka sinnum hægt að komast þar út og inn, og reglubundnar skipaferðir geta því alls ekki komið að neinum verulegum notum, og því óhugsandi, að þau skip, er styrks njóta til strandferða, komi þar að nokkrum notum.

Jeg mintist á það í fyrra, þegar samskonar fjárveiting var til umræðu, — og vona jeg að hv. þm. muni það, — að ef þingið sæi sjer á annað borð fært að veita fje, þá bæri því að greiða fyrir þessu, jafnvel frekar en nokkrum öðrum fjárveitingum. Jeg veit, að ríkissjóður er ekki fær um að greiða alt, sem farið er fram á, en aftur á móti finst mjer engin sanngirni í að mæla móti þessari styrkveitingu eða láta hana sitja á hakanum fyrir öðrum óþarfari.

Jeg ætla svo að gera dálitla gr. fyrir brtt. á þskj. 236 og 255. Brtt. á þskj. 236 er við 1. lið 8. gr. fjáraukalaganna eins og þau urðu eftir aðra umr. Hún fer fram á að fella algerlega úr gildi liðinn um eftirlaun Sigurðar Jónssonar fyrv. atvinnumálaráð herra, að upphæð 12619,90 kr.

Jeg býst við, að mönnum muni finnast það nokkuð hart að ráðast á gamlan heiðursmann á þennan hátt. En jeg get ekki látið það á mig fá, þó hann sje gamall og góður, því að jeg er hjer til að gæta hags þjóðarinnar, og til þess hefi jeg verið kosinn á þing.

Háttv frsm. fjvn. (M. P.) sagði í ræðu sinni, að hann skildi ekki, hvers vegna þessi tillaga væri komin fram, og að hann gæti ekki ímyndað sjer, að hún næði fram að ganga. Jeg álít, að það sje hvorki rjett nje leyfilegt, að stjórnin taki sjer það vald í hönd að borga út fje án þess að hafa til þess samþykki þingsins. (M. P.: Þingið getur þá felt það). Það er rjett sagt hjá háttv. frsm. (M. P.), að þá er hægt fyrir þingið að fella það, og það álít jeg, að þingið eigi að gera. Og þess vegna hefi jeg komið fram með þessa brtt., og vil jeg, að deildin neiti svona aðferð með því að fella niður þennan styrk eða eftirlaun. Og það er meira en fella niður þessar 12 þús. kr., því að með því mundi þjóðin verða losuð við slíkar fjárveitingar í framtíðinni. Með lögum 1915 voru afnumin eftirlaun ráðherranna. Menn sáu þá, að þessi ráðherraeftirlaun mundu verða þungur baggi á þjóðinni, ef ráðherraskifti yrðu tíð, og það mátti búast við því, þar sem sjálfsagt var, að ráðherrann færi frá, ef meiri hluti þingsins gæti ekki komið sjer saman um að fylgja honum, og nú þegar ráðherrarnir eru orðnir 3, þá gæti þetta með tímanum orðið nær óbærilegt ríkissjóði. Þjóðin ætlast ekki til, að hið háa Alþingi gangi út á þá braut að halda þessu við líði, enda hefir þingið 1919 horfið algerlega frá þeirri stefnu. Þar sem úr gildi voru feld eftirlaun embættismanna, sem voru í embættum, nema þeirra, sem áttu þau eftir gömlu launalögunum.

Ef deildin sjer sjer ekki fært að samþ. aðaltill. mína. þá hefi jeg borið hjer fram varatill., á þá leið, að 6000 kr. komi í stað 12619,90, og að það skoðist ekki sem eftirlaun. heldur sem heiðurslaun. Jeg játa það, að þessi maður á skilið heiðurslaun fyrir að hafa verið nýtur og góður maður í þjóðfjelaginu, en fyrir það, að tilviljun ein varð þess valdandi, að hann varð ráðherra, á hann ekki skilið að fá eftirlaun. Það eru margir aðrir í þjóðfjelaginu, sem ættu skilið heiðurslaun, og ætti ekki frekar að vera ástæða til að launa honum fremur en þeim, þótt hann hafi orðið ráðherra, því það er til þess að verjast öðru verra, að jeg ber varatill. fram. Jeg get ekki gengið inn á það, að þeir, sem frekar hafa notið þæginda lífsins, þurfi endilega að njóta meiri þæginda en þeir, sem þeirra hafa farið á mis vegna lífskjara sinna. Það eru æðimargir bændur, sem vinna góð verk, koma upp efnilegum og góðum börnum, er seinna verða nýtir menn í þjóðfjel. á einn eður annan hátt. Þeir mega standa úti í byljunum vaða snjóinn í frosti og þola svita og kulda. Einu þægindin þeirra, þá er þeir koma inn í kaldan kofann, er vonin um sólina og hlýjuna þegar vorar, sem stundum vill dragast fulllengi hjer á voru landi. Þessir mætu menn mundu verða ánægðir, ef hið háa Alþ. veitti þeim ekki 3000 kr. heldur 300 kr. En það er ekki sjeð, hvernig tekið yrði í slíkar fjárbaðanir hjer í þinginu, frá mönnum í þessari stöðu; þeim mundi sennilega vera vísað heim í hjerað, enda er og þingið engin fátækrastofnun. Einnig má gæta þess, að hæstv. fyrv. atvinnumálaráðherra (S. J.) fær laun sem alþingismaður og fyrir starf sitt í fasteignanefndinni, og er það sannarlega allrífleg upphæð.

Jeg get ekki sjeð, að till. hv. þm. Barð. (H. K.) fari í rjetta átt, þó að hún lækki upphæðina lítið eitt, úr 12619,90 niður í 10000 kr.; þó það sje að vísu sanni nær, er það þó engin sanngirni að ætla það svo hátt, eins og jeg hefi áður lýst. Við eigum ekki að veita meira en 6000 kr., eða helst ekki meira en 3000 kr.

Jeg skil ekki við hvað háttv. þm. Barð. (H. K.) miðar, hann sem er fulltrúi hjerað-. er aðallega byggja bændur og verkamenn, sem jeg get ekki skilið, að geti alment lifað við betri kjör en aðrir stjettarbræður þeirra í landinu, þegar hann vill ætla einum öldung 5000 kr. til að lifa af á ári. Er nokkur ástæða til að ætla þeim, er lætur af ráðherrastöðu, hærri lífeyri en hverjum þeim þjóðfjelagsmeðlim, er vinnur þarfleg verk landinu til heilla?