13.04.1921
Neðri deild: 42. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 703 í B-deild Alþingistíðinda. (800)

30. mál, fjáraukalög 1920 og 1921

Forsætisráðherra (J. M.):

Jeg talaði ekkert til háttv. þm. Barð. (H. K.). svo að hann þurfti ekki að svara. Og aldrei hafði mjer dottið í hug, að þessi till. hans væri borin fram til þess að fjandskapast við stjórnina. En það verð jeg þó að segja, að mjer finst fremur smásmuglegt að berjast fyrir því að fá þetta lækkað úr 12 þús. niður í 10 þús. Það munar ekki svo gífurlega miklu, þótt þetta væri klipið af. Jeg gat betur skilið till. háttv. 2. þm. Árn. (Þorl. G.), og við hann átti jeg einkum í ræðu minni. En jeg býst nú ekki við, að hann komist langt með till. sína.