13.04.1921
Neðri deild: 42. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 712 í B-deild Alþingistíðinda. (812)

30. mál, fjáraukalög 1920 og 1921

Fjármálaráðherra (M. G.):

Það er ekki af því, að stjórninni sje ekki sama um, hverjir peningarnir eru, heldur af því, að hún vill fá að vita hjá háttv. deild, hvort hún vill láta greiða fjárveitingar samkv. fjárlögum, þótt þeir, sem þær eru veittar, hafi tekið að sjer önnur störf, er valda því, að það starfið, sem fje var veitt til, verður ekki rækt.