30.04.1921
Efri deild: 59. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 788 í B-deild Alþingistíðinda. (846)

30. mál, fjáraukalög 1920 og 1921

Karl Einarsson:

Jeg skal vera stuttorður um björgunarskipið „Þór“. Því jeg sje af þeim till., sem fram hafa komið, hver vilji þingmanna er í þessu. En auð vitað verð jeg að halda því fram, að mín tillaga sje sú eina rjetta, þótt jeg muni fella mig við varabrtt. á þskj. 424.

Þá vil jeg minnast aðallega á brtt., sem jeg á á þskj. 427.11, um að ríkissjóður borgi manni skaðabætur, sem beinlínis hefir verið rekinn úr stöðu sinni að ástæðulausu. Jeg segi rekinn úr stöðu sinni — takið eftir því — og það er sannað, að hann hefir beðið stórtjón af þessu, og skal jeg ekki fara frekar út í það, en lesa upp kafla úr brjefi frá landssímastjóra, dagsettu 5. maí 1919:

„.... Hr. Petersen har uden afbrydelse bestyret Vestmanörnes telegrafstation fra stationens aabning hösten 1911. — Vestmanörnes station er en af landets större stationer, hvor telegrafvæsenet foruden telegraf ogsaa driver interurban telefontrafik, eier lokaltelefonanlægget, hvilket alt er underlagt samme bestyrer.

Det er mig en glæde, at faa anledning til at udtale, at hr. Petersen samvittighedsfuldt og med paapasselighed har udfört sine pligter, som stationens bestyrer“.

Sömuleiðis skrifar sami maður stjórnarráðinu á þessa leið í brjefi dags. 21. des. 1920:

Á síðastliðnu sumri, áður en fullráðið var með breytingu á starfrækslufyrirkomulagi stöðvarinnar í Vestmannaeyjum, í sambandi við fyrirhugaða uppsetningu loftskeytastöðvar, kaup stöðvarhússins o. fl., lofaði jeg herra Petersen, að ef til kœmi að hann afrjeði að segja lausri stöðvarstjórastöðunni, myndi jeg vilja styðja væntanlega beiðni hans til stjórnarráðsins um 10 þús. kr. uppbót á þóknun þeirri, er honum hefir verið greidd þau ár, er hann veitti Vestmannaeyjastöðinni forstöðu.

Samkvœmt loforði þessu leyfi jeg mjer hjer með að mæla með því, að nefndum A. L. Petersen verði veitt framangreind uppbót.

Jeg skal fúslega játa það, að þóknun fyrir starfrækslu stöðvarinnar í Vestmannaeyjum hefir verið af skornum skamti, eins og átt hefir sjer stað með tillag til margra landssímastöðva, sjerstaklega fram að árinu 1919 (einkum ef telja ætti eftir núverandi peningagildi)“ o. s. frv.

Samkvæmt þessu loforði fekst hann til að segja af sjer. Og það mun líka hafa verið í þeim tilgangi að fá hann til að segja af sjer, að honum voru boðnar rúmar 8 þús. kr. til þess að reka stöðina. En þegar hann var búinn að segja af sjer, voru notaðar til þess 20–30 þús. krónur. Þetta tel jeg því alls ekki sæmilegt. Til þess að sýna, hvernig Vestmannaeyingar líta á þetta mál, vil jeg, með leyfi hæstv. forseta, lesa upp eftirrit af áskorun til landssímastjóra, sem jeg fekk frá Vestmannaeyjum í morgun:

„Með því að vjer undirritaðir símanotendur í Vestmannaeyjum höfum heyrt, að stöðvarstjórastaðan við landssímastöðina í Vestmannaeyjum sje laus, og með því að vjer vitum, að hr. A. L. Petersen, áður stöðvarstjóri þar, muni ekki hafa verið það ljúft að láta af því starfi, og með því að vjer getum borið um, að hr. Petersen reyndist mjög áreiðanlegur og vandvirkur í þessari stöðu, og að afgreiðslan í hans tíð var að öllu óaðfinnanleg, þá viljum vjer hjer með skora á yður, herra landssímastjóri, að þjer vilduð sýna oss þá góðvild og nærgætni að hlutast til um það, að herra A. L. Petersen verði nú skipaður í stöðu þessa, ef hann er fáanlegur til þess.

Vestmannaeyjum 23. apríl 1921

pt. Reykjavík hinn 24. apríl 1921

Karl Einarsson bæjarfógeti.

pr. kaupfjel. „Fram“ Vestmannaeyjum

Jón Hinriksson. Sími 3 A.

pr. Verslun A. Bjarnasen

P. Bjarnason. Sími 9.

Halldór Gunnlaugsson hjeraðslæknir. 19 A. 16 B.

Sigurður Sigurðsson.

Jónatan Jónsson. 20B.

Kistján Gíslason. Sími 26.

Jón Einarsson. Sími nr. 7.

Steinn Sigurðsson. 41.

Erlendur Árnason. 52.

Hannes Sigurðsson. 57.

Jóhann P. Jósefsson. Sími 54.

Guðl. B. Jónsson. Sími 64.

Gunnar Ólafsson. Nr. 18 og 17. Árni Sigfússon. 6 og 38.

Sveinn P. Seheving. 16.

p.p. kaupfjel. Drífandi

Ísleifur Högnason. 38 A.

Pjetur Lárusson. 42.

Árni Árnason. 68.

Jón Hinriksson. 3 B.

A. J. Johnsen. 12.

Högni Sigurðsson.

Benedikt Friðriksson. Nr. 11.

Þorbjörn Guðnason. 63.

Brynjólfur Sigfússon. 25.

Árni Filipusson. 32.

Bjarni Einarsson. 51.

Þorsteinn Jónsson, Laufási. 31.

Guðjón Björnsson. 62.

Oddgeir Guðmundsson,

sóknarprestur. Sími 20.

Þór Gíslason. 14.

H. S. Vatnsdal. 29 og 10.

Arinbjörn Ólafsson. Sími 72.

Magnús ísleifsson. 69.

Þorvaldur Guðjónsson. 44.

Jón Gunnsteinsson. 53.

pr. Rafstöðina, sími 15,

Kristinn Ólafsson.

Björn Finnbogason. Sími 56.

C. Einarsson. Nr. 30.

Pr. E. Jakobsen

Martha Stefánsdóttir. Sími 2.

Páll Oddgeirsson. Sími nr. 55 a og b.

Páll Ólafsson. 13.

Pr. M. Þórðarson

A. Ólafsson. 68.

Magnús Þórðarson. Nr. 27.

Stefán Björnsson. 49 B.

Sveinbjörn Jónsson. 49.1)

Þetta eru 49 helstu símanotendur Vestmannaeyja.

Jeg skal taka, það sjerstaklega fram, að undir þessu skjali er Brynjólfur Sigfússon, sem hafði þó verið sá eini, er kvartaði undan starfrækslu þessa stöðvarstjóra. Því að hann er nú búinn að komast fyllilega að því, að það, sem talið var ábótavant við afgreiðslu á stöð þessari, var ekki stöðvarstjóranum að kenna, heldur ýmsum orsökum öðrum, og þar á meðal stríðinu.

Ef jeg nú fæ sönnun fyrir því, að þetta mál verði rannsakað og manninum borgaðar skaðabætur eftir mati, þá mun jeg taka brtt. mína aftur. En annars mun jeg láta hana koma til atkvæða og láta deildarmenn gera sjer þann sóma að fella hana, ef þeim svo sýnist.

*) Svo frá undirskriftunum gengið í handr. innanþingsskrifarans.