09.05.1921
Neðri deild: 65. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 863 í B-deild Alþingistíðinda. (937)

25. mál, skipulag kauptúna og sjávarþorpa

Magnús Jónsson:

Jeg skal ekki teygja umr. úr þessu. Jeg vil aðeins benda háttv. 3. þm. Reykv. (J. Þ.) á það, að nauðsyn ber til að hafa ákveðið skipulag, þótt ekki sje vitað, hvernig bærinn muni vaxa. Almennar reglur koma engu síður til greina, svo sem götubreidd, að fegurð staðarins fái að njóta sín, heilbrigðisreglur, að sjeð verði um, að sem víðast njóti sólar o. s. frv. Þetta er því óháð, hvernig bærinn vex, en ekki verður hlaupið að því að koma skipulagi á það fremur en annað, ef steinhúsum verður stráð um staðinn á ruglingi og ringulreið.