07.05.1921
Efri deild: 64. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 902 í B-deild Alþingistíðinda. (976)

28. mál, bifreiðaskattur

Frsm. meiri hl. (Björn Kristjánsson):

Jeg hefi ekki mikið að segja nú fyrir hönd meiri hl. nefndarinnar, því að jeg tók fram mest af því, sem jeg vildi sagt hafa um þetta mál, við 2. umr. Jeg vil aðeins lýsa enn yfir því, fyrir hans hönd, að hann álítur rangt að ganga inn á þessa braut og skatta slík fartæki. Annars hefir þetta mál nú verið rætt svo ítarlega, að jeg tel ekki rjett að tefja tímann á því lengur, en láta það nú ganga til atkvgr.