17.02.1922
Efri deild: 3. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 6 í C-deild Alþingistíðinda. (1077)

9. mál, hitun kirkna

Björn Kristjánsson:

Jeg vil leyfa mjer að koma með þá athugasemd, að þar sem gert er ráð fyrir, að kirkjur þær, sem sett eru í hitunartæki, verði einnig vátrygðar, þá getur orðið órjettlátt, að sama regla gildi um þær allar. Sumar kirkjur eru langtum stærri heldur en þarfir safnaðarins heimta, t. d. Bessastaðakirkja og Grundarkirkja, og mundu verða virtar mjög hátt til brunabóta, enda yrðu hitatækin og dýr. Þetta mundu verða mikil gjöld fyrir eigendur, einkum þar sem kirkjan er bændaeign, og væri nauðsynlegt að sjá kirkjum fyrir auknum tekjum til að standa straum af þessum nýja kostnaði, ef hann verður á lagður.