23.03.1922
Neðri deild: 30. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 131 í B-deild Alþingistíðinda. (108)

1. mál, fjárlög 1923

Magnús Guðmundsson:

Jeg get ekki sjeð, að það sje rjett hjá hv. 3. þm. Reykv. (J.Þ.), að það sje gagnstætt lögum, að bifreiðaskatturinn sje gjaldamegin áætlaður í viðhaldi þjóðvega og flutningabrauta því að þá er það í lófa lagið fyrir stjórnina að sjá um, að skattur þessi sje notaður eins og fyrir er mælt í 5. gr. bifreiðaskattslaganna. Tökum sem dæmi, að endurbyggja eigi flutningabraut og slitlag sje sett á hana, þá er kostnaður við slitlagið færður til útgjalda af bifreiðaskattinum. en hitt úr ríkissjóði.

Um vínverslunina er það að segja, að ekki er hægt að áætla nema fyrir starfs launum og húsaleigu, og færa svo jafnháa upphæð til tekna af henni, en það sýnist vera fremur gagnslítið. En eftirlitið með verslun þessari liggur í öðru. Það felst í því, að yfirskoðunarmenn landsreikninganna eiga að skoða reikninga vínverslunarinnar, og ætti það að vera nægileg trygging.