23.03.1922
Neðri deild: 30. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 131 í B-deild Alþingistíðinda. (109)

1. mál, fjárlög 1923

Forsætisráðherra (S.E.):

Hv. 2. þm. Húnv. (Þór. J.) virtist skilja ræðu mína svo, að jeg hjeldi, að aðalhlutverk sendiherrans ætti að vera það að undirbúa oss undir að vera færir um að taka við málunum þegar að því kæmi. En þetta var aðeins ein hlið málsins. Jeg taldi upp og benti rækilega á, hve nauðsynlegt embættið væri oss í alla staði. Og jeg vil enn taka það fram, að eðli embættisins er þannig, að ekki er hægt að telja ýmislegt upp, sem svona lagaðir embættismenn starfa. Margt af því fer fram í leyndum og enginn veit um það nema stjórnin. Viðvíkjandi launum sambandslaganefndarinnar skal jeg gefa þær upplýsingar, að jeg hefi látið athuga það í stjórnarráðinu. hvort nokkur skrif væru til sem lytu að föstum samningi um kaupið. Hefir fundist brjef til ríkisfjehirðis, þar sem honum er falið að greiða 2000 kr. þóknun til hvers.