24.03.1922
Efri deild: 28. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 44 í C-deild Alþingistíðinda. (1118)

22. mál, umræðupartur Alþingistíðinda

Frsm. (Sigurður Hjörleifsson Kvaran):

Jeg veit, að háttv. þm. deildarinnar hafa kynt sjer þetta mál talsvert, því að umræður hafa orðið allmiklar um það í háttv. Nd. Fyrir deildinni liggja einnig skýr rök um þetta mál. Það er því óþarft að fjölyrða um það hjer. Jeg hirði því ekki um að lesa upp eða athuga sjerstaklega tölur þær, sem sýna eiga sparnaðinn við að fella niður prentun á umræðupartinum. Jeg geri ráð fyrir, að háttv. deildarmenn hafi kynt sjer þær rækilega. Aðalatriðið er, að hægt mun vera að spara 14–16 þús. krónur með þessu frv.

Það, sem hver háttv. þm. þarf því fyrst og fremst að gera, er að athuga, hvort þessi umgetni sparnaður muni vega á móti þeim óþægindum, sem frv. óhjákvæmilega hefir í för með sjer.

Nefndin gerði tilraun til að draga úr kostnaði við prentun Alþingistíðindanna með því að fara þess á leit, að prentsmiðjan lækkaði prentunina um vissan prósentufjöldá frá því í fyrra. Enn þá hefir nefndin enga yfirlýsingu fengið frá prentsmiðjustjórunum, enda játa þeir að líkindum ekkert til sín heyra fyr en eftir atkvgr. deildarinnar. Annars er óþarft að ræða mikið um þetta mál, nema ráðist verði á einstaka töluliði í útreikningnum. Jeg verð þó að geta þess, að mjer finst hæpið, að hægt verði að komast af með 5000 krónur til að borga afritun umræðupartsins, ef eintökin væru frá 15–20. Aðrir hafa að vísu lagt til, að eintökin væru að eins 5. En það finst mjer alt of litið. Mega þau alls ekki vera færri en 15, því að það væru hreinustu vandræði, ef hvergi væri hægt að sjá þingræðurnar, nema með því móti að fara suður til Reykjavíkur. þær verða að vera víðar til sýnis. — Auðvitað ákveða forsetar þingsins, hvað afritin eigi að vera mörg.

Það er gert ráð fyrir, að kostnaður við prentun skjalapartsins verði ¾ af kostnaðinum í fyrra, en þetta er að eins áætlurr. Skrifstofan heldur, að kostnaðurinn verði ekki nema ½ móts við í fyrra, og er ekki gott að segja með vissu, hvað rjett reynist, en eftir því sem nefndin hefir komist næst, sparist við þetta 14–16 þús. krónur.