24.03.1922
Efri deild: 28. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 46 í C-deild Alþingistíðinda. (1120)

22. mál, umræðupartur Alþingistíðinda

Sigurður Jónsson:

Jeg reyndi að fylgjast með umr. um þetta mál í Nd., og sá jeg ekki betur en að mikill munur væri á því, hvernig meiri og minni hl. þeirrar nefndar, sem um það fjallaði, litu á kostnaðarhlið þess. En jeg vil þó ekki fara nánar út í þær tölur hjer. Mjer skilst svo á nál. þessarar deildar, að nefndin vilji láta prenta þingtíðindin, ef 20% afsláttur fæst hjá prentsmiðjunum, og munar þar um 10% frá því, sem kostur var á, þegar málið lá fyrir hv. Nd., og munar það töluverðu. Jeg vil þó styðja till. nefndarinnar, í þeirri von, að hún verði frekar til þess, að umræðuparturinn verði prentaður. Jeg get því greitt frv. atkv. til 3. umr., en þá áskil jeg mjer rjett til að haga atkv. mínu eftir því, sem málið liggur þá fyrir. Annars vil jeg nú þegar lýsa yfir því, að jeg er því mótfallinn, að prentun á umræðuparti þingtíðindanna verði hætt.