03.04.1922
Efri deild: 35. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 236 í C-deild Alþingistíðinda. (1248)

46. mál, afnám kennaraembættis í hagnýtri sálarfræði

Forsætisráðherra (S. E.):

Jeg greiddi atkv. á móti stofnun þessa embættis á þinginu 1917. En þar sem embættið er nú stofnað og bundið við ákveðið nafn í lögum, þá sje jeg mjer ekki fært að mæla með frv., enda vafasamt, hvort hlutaðeigandi embættismaður kynni ekki að eiga rjett til launanna, þó að embættið yrði lagt niður.

Rjett held jeg sje, að nú þegar við þessa umr. komi það fram, hver örlög frv. eigi að verða, svo ekki sje verið að eyða tíma í óþarfa umr. um það.